Regina Derieva
       
                 


Albanian
Arabic
Armenian
Azerbaijani
Bengali
Bulgarian
Burmese
Catalan
Chinese
Danish
English
Esperanto
French
German
Greek
Icelandic
Italian
Kazakh
Korean
Latvian
Lithuanian
Malayalam
Polish
Portuguese
Russian
Spanish
Swedish
Thai
Ukrainian


 

Regina Derieva. Karaganda, 1972.
(1949-2013)

 

Regina Derieva in Beit Safafa, 1994
 
Regina Derieva (f. 7. febrúar 1949 í Ódessa, Sovétríkjunum (Úkraínu), 
d. 11. desember 2013 í Stokkhólmi, Svíþjóð) var rússneskt ljóðskáld,
ritgerðahöfundur og þýðandi.

Regina Derieva fæddist í Ódessa en flutti fljótlega til Karaganda í 
Kasakstan þar sem hún bjó frá 1965 til 1990. Eftir að hafa birt 
nokkur ljóðasöfn sem voru ritskoðuð í heimalandinu fluttist hún með
eiginmanni sínum og syni til Ísrael árið 1990. Þar bjó hún í áratug.
Hún tók kaþólska trú 1989 og fékk þar af leiðandi ekki 
ríkisborgararétt í Ísrael og neyddist til að yfirgefa landið. Hún bjó 
í Märsta, norður af Stokkhólmi frá árinu 1999 til dauðadags. 
Regina Derieva var jörðuð 23. desember 2013 í norðurhluta 
kaþólska kirkjugarðsins í Stokkhólmi.

Derieva birti um tuttugu verk, aðallega ljóðasöfn en einnig óbundið 
mál, ritgerðir og þýðingar. Ljóðin hafa einnig birst í fjölda tímarita,
meðal annars í Rússlandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Verk hennar 
hafa verið þýdd á mörg tungumál, þar á meðal sænsku, ensku, 
frönsku, ítölsku, arabísku og kínversku. Hún hefur sjálf þýtt 
á rússnesku nútímaljóðmæli frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Englandi, 
Póllandi og Svíþjóð. Hún fékk árið 2003 Shannon Fellowship of 
the International Thomas Merton Society fyrir að þýða og kynna 
bandaríska ljóðskáldið Thomas Merton.

Skáldskapur Derievu ber skýr merki kaþólskrar trúar. Hún fékk 16. 
febrúar 2009 orðu Hins kaþólska stifts í Stokkhólmi, Ora et Labora.
Skáldverk Regina Derievu hafa hlotið æ meiri athygli á 21. öld, 
sérstaklega í enskumælandi löndum, eftir að fjöldi þýðinga 
á verkum hennar komu út. Ýmis virt ljóðskáld, þeirra á meðal 
Joseph Brodsky, Tomas Venclova og Les Murray hafa farið 
lofsamlegum orðum um skáldskap hennar.

 

 


RUSSIAN
SWEDISH
ENGLISH
OTHER LANGUAGES
 
Recent Books
 

EARTHLY LEXICON
Marick Press
Order EARTHLY LEXICON
from Amazon.com

 
                 
       The official Regina Derieva 
website   /   Copyright © 2022
by the Estate of Regina Derieva
   
Home | Biography | Books | Reviews | Poems | Translations
Recordings | Other works | Links | News | Bibliography | Contact
   
WEB DESIGN BY BREM